Askasleikir er næstur


Askasleikir er jólasveinn númer sex í röðinni. Fyrr á öldum, þegar fólk mataðist enn úr öskum, faldi hann sig gjarnan undir rúmum. Þegar askarnir voru lagðir fyrir hunda og ketti til að leyfa þeim að sleikja, varð Askasleikir fyrri til, krækti í þá og hreinsaði innan úr þeim.

Sá sjötti, Askasleikir,
var alveg dæmalaus.
– Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar. Sjá nánar á http://www.jolamjolk.is/.
Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]