Árleg söfnun fermingarbarna


Það eru ekki allir jarðarbúar sem hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni og Íslendingar. Fermingarbörn í öllum landshlutum hafa undanfarna daga verið að ganga í hús og safna peningum til vatnsverkefna í Afríku, á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember, er komið að siglfirskum fermingarbörnum. Bæjarbúar mega því vænta þess að sjá þau á ferðinni frá kl. 17.30 eða svo og fram til kl. 19.00, allt eftir því hvernig gengur. Eru þeir hér með beðnir um að taka þeim vel, eins og jafnan áður.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is