Ari­on banki þarf að taka sig á


„Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að Ari­on banki þurfi að taka sig á varðandi áhersl­ur í rekstri, en vísaði hann þar til þeirra frétta að bank­inn hefði sagt upp 19 starfs­mönn­um á lands­byggðinni á sama tíma og boðaðar væru bón­us­greiðslur til yf­ir­manna.

Und­ir dag­skrárliðnum störf þings­ins í dag ræddi Þor­steinn um þá stöðu sem er uppi í ís­lenska banka­kerf­inu. Sagði hann bank­ana taka hlut­verk sitt mis al­var­lega. Þannig væri einn þeirra í því að „gefa rík­is­eign­ir“ hraðar en æski­legt væri og Ari­on banki gæti endað í eign rík­is­ins inn­an skamms.

Sagði hann að svo virt­ist vera sem að bank­ar hér á landi treystu sér ekki til að halda úti hraðbönk­um víða um land og stein­inn hafi tekið úr þegar til­kynnt var um upp­sagn­ir Ari­on banka á rúm­lega 40 manns ný­lega. Þar af hafi 19 þeirra verið á lands­byggðinni og sjö þeirra á Sigluf­irði. Samt hafi Ari­on lofað að halda þess­um störf­um þegar bank­inn tók yfir rekst­ur spari­sjóðsins á svæðinu.

Sagði Þor­steinn þenn­an sama banka boða bón­us­greiðslur fyr­ir yf­ir­menn og væri stjórnað af manni sem hafi fengið flest­ar og hæst­ar stjórn­valds­sekt­ir hér á landi. Lauk hann ræðu sinni á því að segja að Ari­on þyrfti að taka sig á varðandi áhersl­ur í rekstri sín­um.“

Mbl.is greinir frá þessu í dag.

Mynd: Úr safni.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is