Árborg 84 – Fjallabyggð 82


Árborg og Fjallabyggð tókust á í kvöld
í spurningaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu og hafði það fyrrnefnda
betur. Í lok þáttarins munaði ekki nema 2 stigum og vann Árborg með 84
stigum gegn 82. Er Fjallabyggð í efsta sæti tapliðanna og á því góða von um að komast áfram í 2. umferð.

Undirrituðum fyndist eðlilegt að
athugasemd yrði gerð við svar Árborgar við spurningunni um lag Magnúsar
Eiríkssonar. Það var einfaldlega ekki rétt. Hliðin er ekki það sama og
Við hliðina á, frekar en að Þjóðvegurinn sé það sama og Við þjóðveginn.

Eða hvar skyldu þau enda sem ætluðu
sér akandi suður, ef þau færu eftir hinu síðarnefnda? Úti í mýri,
væntanlega, eða í einhverjum skurði. Eða þá á rafmagns- eða gaddavírsgirðingu.

Af því að maður fer þjóðveginn, ekki meðfram honum.

Lið Fjallabyggðar stóð sig vel í kvöld.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is