Appelsínugult


Gul viðvörun Veðurstofu Íslands frá því í morgun er nú orðin að appelsínugulri fyrir Breiðafjörð, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra. Hún tekur þegar gildi og rennur ekki út fyrr en síðdegis.

Orðrétt segir veðurfræðingur um Strandir og Norðurland vestra: „Suðvestan hríðarveður, vindur víða 20-28 m/s, snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Suðvestan og vestan hríðarveður, víða 20-28 m/s, éljagangur, einkum í Eyjafirði og norðantil á svæðinu. Skafrenningur með lélegu skyggni, víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegur og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gild. Fólki er bent á að sýna varkáni og fylgjast með veðurspám.“

Skyggni er orðið mjög lélegt í Fjallabyggð. Um kl. 11.00 fór í gang óveðursskipulag hjá Grunnskóla Fjallabyggðar og verða því börnin í skólahúsum í sínum bæjarkjarna. Rúta er farin til Ólafsfjarðar með börnin sem eru Siglufjarðarmegin og kemur svo til baka með börnin sem eru Ólafsfjarðarmegin; hún verður komin um 11.30-11.45 til Siglufjarðar aftur. Foreldrar hafa verið hvattir til að ná í börnin sín í skólann eins fljótt og mögulegt er.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]