Rauðgul viðvörun


Rauðgul viðvörun hefur verið gefnin út fyrir allt landið vegna mikils óveðurs sem er væntanlegt snemma í fyrramálið. Fyrir Norðurland vestra tekur hún gildi snemma í fyrramálið og verður í gildi fram undir miðnætti. Spáin er svofelld fyrir umræddan landshluta: „Austan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 20-30 m/s., hvassast á fjallvegum. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Einnig er spáð talsverðum éljagangi á annesjum og heiðum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Stormur eða rok með vindhraða á bilinu 18-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Einnig er spáð talsverðri snjókomu en mikilli á Tröllaskaga með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.“

Fólki er jafnframt bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Neyðar­stjórn Landsnets hef­ur lýst yfir óvissu­stigi vegna þessa. „All­ar viðbragðsáætlan­ir hafa verið virkjaðar en hætta er á marg­háttuðum trufl­un­um í flutn­ings­kerf­inu vegna af­takavinds af austri, þar sem ís­ing og selta geta einnig komið við sögu,“ seg­ir í til­kynn­ingu þaðan.

Mynd: Belgingur.is.
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]