App til varnar heilablóðfalli


Heilaheill, félag slagþolenda, opnaði á dögunum nýjan vef á slóðinni heilaheill.is. Þar má meðal annars finna upplýsingar um nýtt og ókeypis app fyrir snjallsíma, sem er öryggistæki fyrir þann einstakling sem telur að hann sé að fá slag.  Appið er beintengt við Neyðarlínuna 112.

Árlega fá um 600 einstaklingar hér á landi heilablóðfall eða um tveir á dag.

Lesendur eru hvattir til að skoða vefinn og sækja appið.

Það er heimasíðufyrirtækið Tónaflóð á Siglufirði sem sá um hönnun og uppsetningu vefsins.

Mynd: Aðsend.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]