Annar paramótor á lofti


Annar paramótor var á lofti yfir Siglufirði fyrr í kvöld. Þessi var
öðruvísi á lit en sá sem bar fyrir augu í fyrradag, og því óljóst
hvort um sama einstakling var þar að ræða. En burtséð frá því verður að
segjast eins og er, að þetta brýtur óneitanlega upp hvunndaginn, og mjög
svo áhugavert er að fylgjast með þessu svífa um, oft bara örfáum metrum yfir höfðum bæjarbúa.

Siglfirðingur.is hefur grun um hver ævintýrapilturinn er, alla vega þessi á fjólubláa seglinu, og mun reyna að ná um hann á morgun og spyrja hann nánar út í þetta forvitnilega áhugamál.

En hér koma nokkrar myndir af hinu nýja loftfari.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is