Annar mátunardagur


Í dag, miðvikudaginn 19. nóvember, milli kl. 17.00 og 18.30, verður annar mátunardagur á íþróttagöllum í Siglósport. Þau sem ekki komast á þessum tíma geta kíkt við á opnunartíma Siglósports. Þeir foreldrar sem vilja fá fatnaðinn fyrir jólin (nýta sem jólagjöf) þurfa að ganga frá pöntun í síðasta lagi föstudaginn 21. nóvember.

KF vill að það komi fram að allir aðilar sem að búningamálunum koma gera sér grein fyrir að það tekur svolítinn tíma að skipta um fatnað. Margir hverjir eiga Jako fatnað og það er í fínu lagi að nýta hann fram að vori.

Siglósport mun í framtíðinni eiga fatnaðinn á lager en það er ekki víst að það númer sem óskað er eftir verði til þegar fólk kemur og mátar og því mikilvægt að fólk sýni því skilning.

Einnig vill Siglósport að það komi fram að það er í fínu lagi að máta núna en ganga svo frá kaupunum síðar.

Kveðja,
stjórn KF.

Mynd: Úr safni.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is