Annar hettusöngvari mættur og að þessu sinni karlfugl


Eins og greint var frá hér á vefnum
14. október síðastliðinn var kvenkyns hettusöngvari mættur í gómsæta
ávexti á Hvanneyrarhólnum, sást í nokkra daga eftir það en svo ekki
meira. Undir kvöld nú áðan var annar sömu tegundar kominn í birkitréð,
og nartaði í hálffrosið epli sem þar var að finna. Og að þessu sinni er
gesturinn karlfugl.

Ekki náðist almennileg mynd af honum vegna dimmunnar en hér er ein frá 8. nóvember 2005, en þá var annar á nákvæmlega sömu grein.

Karlkyns hettusöngvari er grábrúnn á bolinn en með svartan koll eða hettu.

Hér er kvenfugl til samanburðar.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is