Annar grjótkrabbi næst í Siglufirði


Eins og greint var frá hér á vefnum í byrjun september 2016 náðist grjótkrabbi við Óskarsbryggju/Öldubrjótinn þá fyrr um sumarið, nánar tiltekið 18. júlí, sá fyrsti sem vitað er um í Siglufirði. Um var að ræða norður-ameríska tegund sem varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006. Í kvöld náðist annar í gildru við sömu bryggju og um sömu veiðimenn var að ræða og í fyrra, þá Júlíus og Tryggva Þorvaldssyni og Mikael Sigurðsson.

Að lokinni myndatöku var grjótkrabbanum sleppt í hafið á ný.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is