Anna Margrét Franklínsdóttir 104 ára


Ein systra Nönnu okkar Franklínsdóttur, hún Anna Margrét, sem býr á
Selfossi, er 104 ára í dag. Systkinin voru 13 og er meðalaldur þeirra 91
ár sem er met þegar svo mörg systkin eiga í hlut. Frá þessu er greint á
vefsvæðinu Langlífi, sem ritstýrt er af Jónasi Ragnarssyni.

Guli depillinn sýnir staðsetningu Litla-Fjarðarhorns í Kollafirði í Strandasýslu, þaðan sem systkinin eru.

Innfellda myndin er af afmælisbarni dagsins, Önnu Margréti Franklínsdóttur.

Mynd: Fengin af umræddu vefsvæði, Langlífi.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is