Anna Hulda Júlíusdóttir 90 ára


Anna Hulda Júlíusdóttir varð 90 ára 10. júní s.l. og hélt upp á það með veislu í Skálarhlíð í dag. Maður hennar var Baldvin Jóhannsson verkamaður og trésmiður, en hann lést í desember 2008, 87 ára. Þau eignuðust sex börn, Theodóru, f. 1945, Konráð, f. 1946, Júlíus, f. 1947, d. 1997, Sigurð Örn, f. 1948, Ásdísi Evu, f. 1951 og Maríu, f. 1954. Fjölskyldan bjó lengst af að Hvanneyrarbraut 68 B.

Alsystkini Önnu Huldu eru Júlíus Júlíusson kaupmaður og leikari á Siglufirði (f. 1927, d. 2004) og Svanfríður Júlíusdóttir (f. 1933).
Hálfsystkini hennar eru níu.

Siglfirðingur.is óskar henni innilega til hamingju með daginn.

Fleiri myndir er að sjá á Flickrsíðu Steingríms Kristinssonar.

Mynd: Steingrímur Kristinsson | sk21@simnet.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is