Andlitsgrímurnar slógu í gegn


Börn og ungmenni í Fjallabyggð héldu áfram að fræðast um stórmerka menningu
Grænlendinga í dag og nutu þess ekki síður en þegar Pauline Motzfeldt
söng og dansaði í Íþróttahúsinu á Siglufirði í gær og á mánudag og reifaði sögu
trommunnar.

Óhætt er að segja að Miki Jacobsen ljósmyndari,
myndlistamaður, tónlistarmaður og leikari, hafi farið á kostum, ekki
síst þegar hann málaði á sig andlitsgrímu að fornum hætti Inúíta og gekk um salinn með
leikrænum tilburðum.

Svo fékk einn úr hópnum að kynnast þessu á eigin skinni.

 

Miki Jacobsen að ljúka við förðunina.

 

Og leikritið hafið.

Fylgst með af athygli.

Svo fékk Anton Freyr Karlsson að prófa þetta á eigin skinni.


Og sýndi flott tilþrif, eins og hér má sjá.

Einn dálítið skuggalegur.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is