Ályktun Samfylkingarfélags Siglufjarðar


Siglfirðingi barst í dag eftirfarandi:

Ályktun Samfylkingarfélags Siglufjarðar í Fjallabyggð vegna stofnunar nýs meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar:

 

Samfylkingarfélag Siglufjarðar lýsir yfir vilja sínum til þess að starfa að öllum góðum málum sem stuðla að betra mannlífi og samfélagi í sveitarfélaginu Fjallabyggð og óskar nýjum meirihluta bæjarstjórnar velgengni í þeim störfum sem framundan eru. Samfylkingarfélag Siglufjarðar harmar hins vegar þá atburðarás er leiddi til stofnunar hans. Félagið hefur einsett sér að haga sínum störfum þannig að lágmarka hinn fyrirséða samfélagslega skaða sem stofnun nýs meirihluta felur í sér. Bæjarstjórnarmeirihluti sem stofnaður er á grundvelli óvandaðra vinnubragða og gamaldags hrepparígs er ekki líklegur til þess að ná árangri. Samfylkingarfélag Siglufjarðar í Fjallabyggð frábiður sér þátttöku í slíkum sundrungar- og skrípaleik og mun af öllum mætti standa vörð um hagsmuni allra íbúa sveitarfélagsins Fjallabyggðar.

Fjallabyggð – Sameining í sátt.

Samfylkingarfélag Siglufjarðar í Fjallabyggð.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is