Ályktun frá starfsmannafundi á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar


Vefnum hefur í dag borist ályktun frá starfsmannafundi á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 7. október síðastliðinn, þar sem segir:

Starfsmenn
Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar mótmæla harðlega þeim niðurskurði
sem nú er framundan í heilbrigðismálum á landsbyggðinni og skerðingu á
þeirri grunnþjónustu sem því fylgir.

Dapurt
er að horfa á þá starfsemi, sem byggð hefur verið upp í okkar
velferðarkerfi og við höfum átt þátt í að móta, rifna og tætta niður með
þeim afleiðingum að vegið er að öryggi íbúa.

Starfsmenn HSF skora því á ráðherra velferðarmála að endurskoða tillögur sínar að sparnaði í heilbrigðiskerfinu.

Fyrir hönd starfsmanna,

 

Elín Arnardóttir, aðaltrúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á HSF,

Jóhanna Þorleifsdóttir, trúnaðarmaður sjúkraliða á HSF,

Ingibjörg Ólafsdóttir, aðaltrúnaðarmaður Einingar Iðju á HSF,

Sigurbjörg Björnsdótir, aðaltrúnaðarmaður Kjalar á HSF.

 

Almennur borgarafundur verður svo haldinn á morgun, miðvikudag 13. október kl. 21.00 í Allanum, Siglufirði.

Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is