Alþýðuhúsið tilnefnt


Sex ólík menn­ing­ar­verk­efni á lands­byggðinni hafa verið val­in á Eyr­ar­rós­arlist­ann 2017 og eiga þar með mögu­leika á að hljóta Eyr­ar­rós­ina í ár. Það eru Alþýðuhúsið á Sigluf­irði, Eistna­flug í Nes­kaupstað, List í ljósi á Seyðis­firði, Nes – Listamiðstöð á Skaga­strönd, Rúllandi snjó­bolti á Djúpa­vogi, og Vest­urfara­setrið á Hofsósi. Að þessu sinni bár­ust alls 37 um­sókn­ir um Eyr­ar­rós­ina, hvaðanæva að af land­inu.

Í Alþýðuhús­inu á Sigluf­irði er rekið metnaðarfullt menn­ing­ar­starf all­an árs­ins hring, með áherslu á mynd­list, und­ir stjórn Aðal­heiðar S. Ey­steins­dótt­ur. Þar eru einnig með jöfnu milli­bili haldn­ir tón­leik­ar, fyr­ir­lestr­ar og menn­ing­ar­viðburðir af ýms­um toga. Reglu­lega er lista­mönn­um boðið að dvelja þar í skemmri tíma við eig­in vinnu. Fast­ir viðburðir á dag­skrá Alþýðuhúss­ins eru til dæm­is menn­ing­ar­dag­ur barna, gjörn­inga­hátíð, sunnu­dagskaffi með skap­andi fólki, smiðjan Reit­ir og fleira. Í ár fagn­ar Alþýðuhúsið fimm ára af­mæli og held­ur upp á það með veg­legri af­mæl­is­dag­skrá næsta sum­ar.

Mbl.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar.

Siglfirðingur.is óskar Aðalheiði og þeim sem með henni starfa innilega til hamingju með tilnefninguna.

Mynd: Skapti Hallgrímsson. Birt með leyfi.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is