Alþýðuhúsið á föstudaginn langa


Nú á föstudaginn langa verður í fimmta sinn efnt til menningarveislu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði með sýningaropnun í Kompunni og gjörningadagskrá í salnum. Listamennirnir sem taka þátt að þessu sinni eru Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Florence Lam, Joris Rademaker, Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir.

Dagskráin hefst kl. 14.00 með sýningaropnun Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur í Kompunni.

Kompan, Alþýðuhúsinu á Siglufirði:

Teikningar/Drawings
Sirra Sigrún Sigurðardóttir sýnir teikningar í Kompunni, Alþýðuhúsinu Siglufirði 14. apríl til 1. maí.
Sýningin samanstendur af skissum og teikningum unnum á síðastliðnum þrem árum. Tvívíðar, þrívíðar og kvikar teikningar eða skissur af verkum sem flest hafa ekki verið sýnd áður og ávarpa ferlið frekar en niðurstöðu.

Gjörningadagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði:

Kl. 15.00 hefst svo gjörningadagskráin. Florence Lam flytur gjörninginn Gravity, Joris Rademaker flytur gjörninginn Mignon, þá kaffihlé og síðast en ekki síst flytja Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir/Gjörningaklúbburinn fyrsta hluta þríleiksins ,,María biður að heilsa“.

Gjörningadagskráin og sýningaropnun á föstudaginn langa hafa alltaf verið vel sótt og skapast einstaklega skemmtileg stemning. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem áhugaverður valkostur í menningarflóru Páskahelgarinnar í Fjallabyggð og drífur að helgargesti og fólk frá nágrannabyggðarlögum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nánar um þetta:

Florence Lam
Gravity (2017) performance by Florence Lam.
What can we do with excess apples?
Apple sauce, apple butter, apple smoothies, apple crisps, apple pie,
Apple cake, apple bread, apple stew.
Why are apples excess when they could grow into apple trees?
Growing from apple trees.
Float across oceans and clone on new land?
On Earth and to the Moon?

Joris Rademaker
Joris Rademaker flytur gjörninginn Mignon, með aðstoð Brákar Jónsdóttur.
Þessi tónlistargjörningur er tileinkaður systurdóttur hans, sem var myrt fyrir mánuði síðan (í lok febrúar).
Gjörningurinn er aðferð Joris til að vinna úr sorg sinni og heiðra minningu þessarar listrænu ungu konu.
Föstudagurinn langi er í huga Joris dagur til að hugsa fallega til þeirra sem menn sakna, fólks eða dýra.

Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir – Gjörningaklúbburinn.
Í tilefni að föstudeginum langa munu Maddömur tvær frá Hvalfirði leggja land undir fót og heimsækja Aðalheiði vinkonu sína á Siglufirði. Þær munu stjórna þátttökugjörningnum ,,María biður að heilsa“ sem reynir á traust, skynjun og viðbrögð gesta.
Gjörningurinn er fyrsti hluti í þríleiknum ,,Maríurnar“, annar hluti gjörningsins verður á Gjörningalistahátíðinni A! á Akureyri í lok ágúst og þriðji hlutinn verður í desember hjá Lilith Performance Studio í Malmö. Aldurstakmark gesta á Siglufirði er 8 ár.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is