Alþjóðlegt briddsmót um helgina


Norðurljósamótið, alþjóðlegt briddsmót, fer fram í íþróttahúsinu á Siglufirði um komandi helgi. Er þetta í þriðja skipti sem mótið er haldið. Alls eru 30 sveitir og 50 pör skráð til leiks, þar af flestir bestu spilarar landsins. Einnig er meðal keppenda dönsk sveit, skipuð spilurum sem oft hafa spilað á Briddshátíð í Reykjavík. Mótið hefst á föstudag með tvímenningskeppni en á laugardag og sunnudag fer sveitakeppnin fram.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Morgunblaðið í dag / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]