Almanak Þroskahjálpar 2015


Almanak Þroskahjálpar fyrir árið 2015 er komið út. Það hefur að geyma myndir eftir Guðrúnu Elínu Ólafsdóttur – öðru nafni Gunnellu – og þar af eru tvær frá Siglufirði, tilheyrandi mars og apríl.

Kynning á listakonunni.

Síldardansinn prýðir marsmánuð 2015.

Og þessi apríl 2015. Hún nefnist Hring eftir hring.

Hún er fædd 6. júlí árið 1956. Móðir hennar, Vilhelmína Baldvinsdóttir, var dóttir Guðrúnar Jónatansdóttur (f. 1909, d. 1993). „Amma mín í móðurætt bjó næstum alla sína tíð á Siglufirði, Guðrún í Leyningi, á Suðurgöta 40. Ég heimsótti ömmu og afa oft á sumrin og á yndislegar minningar frá þessum tíma,“ sagði Gunnella í samtali við fréttamann, þegar Siglfirðingur hafði samband við hana í desember 2010, í tilefni af því að nýir konfektkassar frá Nóa Síríusi voru þá að koma í verslanir, prýddir ljósmyndum af málverkum eftir Gunnellu og þar á meðal var eitt frá Siglufirði, málað í Herhúsinu árið 2008.

Sjá hér.

Myndir: Úr Almanaki Þroskahjálpar 2015.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]