Alma skipuð landlæknir


Alma Dagbjört Möller læknir hefur verið skipuð landlæknir frá næstu mánaðamótum. Hún er fædd á Siglufirði árið 1961, yngst af sex börnum Jóhanns G. Möller verkalýðsleiðtoga og bæjarfulltrúa og Helenu Sigtryggsdóttur, sem er orðin 94 ára.

Í frétt frá velferðarráðuneytinu segir að Alma verði fyrst kvenna til að gegna þessu embætti en umsækjendur um stöðuna voru sex. Alma er með sérfræðiviðurkenningu og doktorsgráðu í svæfinga- og gjörgæslulækningum, meistarapróf í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu og sérfræðiviðurkenningu í heilbrigðisstjórnun. Hún hefur frá árinu 2014 verið framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala og um árabil var hún yfirlæknir á gjörgæsludeildum Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut. Á árunum 1993-2002 starfaði Alma við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð.

Siglfirðingur.is óskar henni innilega til hamingju með skipunina.

Myndir: Ýmsir. Birtar með leyfi Ölmu D. Möller.
Texti: Jónas Ragnarsson | [email protected].

 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]