Allt skólahald fellur niður


Vegna spár um ofsaveður á öllu landinu næsta sólarhring og óvissustigs almannavarna sem lýst hefur verið yfir á öllu landinu hefur Vettvangsstjórn Fjallabyggðar tekið þá ákvörðun að allt skólahald í Fjallabyggð falli niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar 2020. Það gildir um leikskólastarf, grunnskólastarf og starf Tónlistarskólans á Tröllaskaga í Fjallabyggð. Þessar stofnanir verða því lokaðar.

Þá fellur allur akstur skólarútu niður á morgun og ekkert starf verður í Félagsmiðstöðinni Neon annað kvöld. Íþróttahús og sundlaugar Fjallabyggðar verða einnig lokaðar í báðum byggðarkjörnum. Sömuleiðis fellur allt skipulagt starf fyrir eldri borgara á vegum sveitarfélagsins niður í báðum byggðarkjörnum.

Íbúar eru hvattir til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu ef spár rætast og ganga vel frá lausum munum til að koma í veg fyrir foktjón eins og kostur er.

Þetta segir í tilkynningu á heimasíðu Fjallabyggðar.

Mynd: Fjallabyggð.is.
Texti: Fjallabyggð.is / Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]