Allt orðið hvítt


Upp úr hádegi í gær fór að élja í Siglufirði og gerði nokkuð hvassan streng úr norðri. Þetta hélt áfram í kuldanum í dag, með hléum. Víst er, að allt er orðið hvítt. Ekki er á þá gulu að stóla með hlýja geisla í bráð, því hún hvarf á bak við suðurfjöllin 15. þessa mánaðar og mun ekki gleðja okkur og verma aftur fyrr en 28. janúar.

Siglufjörður 15. nóvember 2015. Sólin horfin á bak við suðurfjöllin.

Svona var hins vegar umhorfs í dag.

Hús Síldarminjasafnsins.

Og Innri höfnin.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

Tagged:


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is