Allt orðið hvítt


Seinnipartinn í gær var allt orðið
grátt hér í Siglufirði og yfir í Héðinsfjörð. Í gærkvöldi bætti svo í og
allt varð hvítt og enn er leiðindaveður, en dregið hefur úr úrkomunni. Fuglar
réðu ekki við neitt í verstu hviðunum, og létu berast undan
norðanáttinni, og ljóst er að varp hefur spillst mjög, einkum hjá
mófuglunum. Æðarkollan er hins vegar seig og álftin gefur sig ekki í
hólmanum í Langeyrartjörninni. Og fleiri tegundir gætu e.t.v. þraukað eitthvað.

Myndirnar tala sínu máli um ástandið.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is