Allt mitt líf er tilviljun


Eymundsson í Austurstræti var stútfullt í gær við formlega útkomu bókar Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Siglfirðingsins og heimsborgarans Birkis Baldvinssonar. Sigmundur Ernir las nokkra kafla úr bókinni, m.a. um Siglufjarðarár Birkis, og sagði m.a. að hér væri ein magnaðasta ævisaga sem hann hefði kynnst um dagana. Þeir árituðu svo bókina, Allt mitt líf er tilviljun, ævisögu Birkis Baldvinssonar athafnamanns. Sjá nánar hér og hér.


Myndir: Í boði Kristjáns L. Möller.
Texti: Kristján L. Möller / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is