Allt að verða klárt fyrir skemmtunina á Ráðhústorgi


Síldarævintýrið hófst formlega kl.
20.00 í gærkvöldi með Kertamessu í Siglufjarðarkirkju og kl. 21.00 voru
svo tónleikar með Gunnari Þórðarsyni í Bátahúsinu og á sama tíma
trúbadorstemmning á Rauðkutorgi, þar sem tróðu upp Þórarinn Hannesson og
Daníel Pétur Daníelsson, og kl. 23.30 byrjaði svo dansleikur með
Halastjörnunni í Allanum.

Fyrr í dag var verið að gera allt klárt á sviðinu við Ráðhústorgið en þar hefst dagskráin kl. 16.00.

Fréttamaður leit niður í bæ fyrir stundu og tók þar nokkrar mannlífsmyndir sem hér birtast.

Þetta unga fólk var að fá sér hressingu með góðgæti úr bakaríinu.


Þarna verður troðfullt seinna í dag og kvöld.


Sviðið klárt.


Árni Heiðar Bjarnason fékk sér þessa flottu vespu fyrir hálfum mánuði.

Hún kostaði 114.000 krónur og hann borgaði hana sjálfur.

Hann átti rafmagnshjól fyrir, en það er heima í hvíld núna.

Árni er alltaf með hjálminn á sér ef hann er ekki á tveimur jafnfljótum, hvað þá á svona tryllitæki.

Honum líst vel á það sem er í gangi í bænum og hlakkar til kvöldsins og helgarinnar.

Og þegar hann er spurður að því hvort hann ætli ekki að dansa við skvísurnar kinkar hann brosandi kolli.

Svona eiga menn að vera.Leiksvæði barnanna.Og hér.Og líka hér.Sem og hér.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is