Allt að 10 metra öldu­hæð


Gangi spár eftir varðandi illviðrið sem fer að skella á landinu er um mannskaðaveður að ræða, að sögn Elínar Bjarkar Jón­as­dótt­ur, veður­fræðing­s á Veður­stofu Íslands, en gert er ráð fyr­ir allt að 33 m/​s á Norður­landi vestra og 28-30 m/​s á Vest­fjörðum, Breiðafirði, Faxa­flóa­svæðinu og Norður­landi eystra. Ölduhæð gæti náð allt að 10 metrum. Og þegar við bætist að nú er stórstreymt gætu smábátar í höfn farið illa. Nú er talið að veðrið komi ívið austar að landinu en áður var gert ráð fyrir. Sjá nánar hér.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]