Allt á floti allsstaðar


Hafi verið lítið um mannaferðir í
bænum í gær var það enn minna í dag. Ástæðan er sú að rignt hefur nær
látlaust og andað kalt af norðan svo að allt er búið að vera fremur
hráslagalegt. Og ekki bætir úr skák, að fennt hefur í efstu brúnir.
T.a.m. var Illviðrishnjúkur grár niður á herðar seinnipartinn.

Já, það er víst komið haust.

Vegna úrhellisins hafa lækjarsprænur
bólgnað út, ár minna á stórfljót, flætt hefur yfir vegi og tjarnir
myndast á ólíklegustu stöðum.

Saurbæjarmýrin hefur breyst í flóa.

Það er eiginlega allt á floti allsstaðar.

Eftirfarandi ljósmyndir tala sínu máli.

Hann blés kröftuglega úr norðrinu í dag.

Þetta er Skútuá, rétt fyrir ofan brúna neðst.

 

Annað sjónarhorn.


Saurbæjarmýrin er á kafi í vatni.


Lækir hafa bólgnað út, eins og hérna inni í Skútudal.


Þessi nýi foss á sér upphaf í Hólshyrnu.


Svona er umhorfs á íþróttasvæðinu á Hóli.


Um 30 stokkendur voru þangað mættar í ætisleit

og fögnuðu um leið nýjum og spennandi heimkynnum.

 

Þetta er á leiðinni inn í Hólsdal, skammt þar frá sem andakofinn stóð forðum daga.


Horft þaðan og yfir skógræktina.


Þetta er Skarðsdalsá, öðru nafni Leyningsá.


Ónefndur foss í Grísará.


Og Hvanneyrará. Skaftafoss fyrir miðju.Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is