Alls fóru 1980 bílar um Héðinsfjarðargöng á laugardaginn var


Umferðin um Héðinsfjarðargöng hefur verið mun meiri það sem af er ári miðað við síðasta ár, eða tæpum 7%, að sögn Friðleifs Inga Brynjarssonar, verkefnastjóra hjá umferðardeild Vegagerðinni á Akureyri. Umferðin náði hámarki um síðustu helgi, nánar tiltekið á laugardag, 9. ágúst, en þá fóru 1980 bílar um göngin. Þetta er annar umferðarmesti dagur sem Vegagerðin hefur mælt um göngin.

Mest hefur mælst tæplega 2100 bílar á sama degi, laugardegi í annarri helgi ágústmánaðar, árið 2011.

Meðalumferðin í júlí er sú önnur mesta frá því að mælingar hófust; einungis árið 2011 hefur mælst meiri meðalumferð í júlí (sjá stöplarit). Það verður fróðlegt að sjá hvernig næstu mánuðir koma út miðað við undanfarin ár. Í þeim mánuðum ræðst það hvort meðalumferðin um göngin nái 600 bílum á sólarhring fyrir árið 2014.

Stærri mynd hér.

Meðalumferðin í júlí 2014 er sú önnur mesta frá því að mælingar hófust;  einungis árið 2011 hefur mælst meiri meðalumferð í júlí.

Meðalumferðin í júlí 2014 er sú önnur mesta frá því að mælingar hófust;
einungis árið 2011 hefur mælst meiri meðalumferð í júlí.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is