Algjört meistaraverk


Nú styttist í að bókin Snjóblinda, eftir Ragnar Jónasson, komi út, en
hún verður örugglega í toppbaráttunni á jólabókamarkaðinum í ár. Af
henni er það að frétta að hún er nýfarin í prentun hjá Odda og má því
gera ráð fyrir því að hún komi  þaðan einhvern tímann í október.

Kápuna,
sem er með þeim flottari og mest grípandi sem sést hafa, og sem var að
koma af teikniborðinu, hannaði annar ?Siglfirðingur?, frændi Ragnars,
Ragnar Helgi sonur Ólafs Ragnarssonar. Ragnar Helgi hefur unnið til
fjölda verðlauna fyrir kápuhönnun.

Útgefandi, Veröld, hefur í dag veitt Siglufirðingi.is góðfúslegt leyfi til að birta mynd af téðri útsíðu Snjóblindu.

Algjört meistaraverk, og eflaust þó bara smjörþefurinn af því sem er inni fyrir.

Mynd: Veröld bókaútgáfa | verold@verold.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is