Algjörlega óþolandi ástand

Túngatan hreinsuð á Siglufirði.

Í Morgunblaðinu í dag er m.a. rætt við Ólaf Marteinsson um óveðrið síðustu daga og afleiðingar þess. Orðrétt segir þar:

„Þetta er al­gjör­lega óþolandi ástand,“ sagði Ólaf­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Ramma hf. í Fjalla­byggð, um aðstæður sem sköpuðust vegna óveðurs­ins fyrr í vik­unni. „Við höf­um ekk­ert getað unnið hér í nokkra daga. Það hef­ur ekki verið hægt að landa úr skip­um. Við höf­um beðið milli von­ar og ótta um ástandið í frysti­klef­un­um. Þar eru mörg hundruð millj­óna króna verðmæti. Við höld­um að afurðirn­ar hafi sloppið en hrá­efnið, óunn­in rækja, er orðið ónýtt vegna þess að við gát­um ekki unnið það,“ sagði Ólaf­ur. Hann sagði ekki bú­andi við þetta ástand.

Rammi hf. er með rækju­vinnslu á Sigluf­irði. Þar er líka landað bol­fiski úr frysti­skip­um og ís­fisk­skip­um. Fyr­ir­tækið er ekki með vara­afl­stöð en var að fá lánaða 400 kW raf­stöð til að tryggja að frost héld­ist í frystigeymsl­un­um. Ólaf­ur kveðst vona að raf­veitu­kerfið lag­ist sem fyrst.

„Ég held að vinnsl­ur á þessu svæði hvort sem um er að ræða Dal­vík, Siglu­fjörð eða Sauðár­krók, geti borið vitni um að það er ekki bú­andi við þetta ástand,“ sagði Ólaf­ur. En hvers vegna er þetta svona og hvað þarf að gera til að bæta úr?

„Ég held að þetta sé að ein­hverju leyti skipu­lags­leysi og líka skort­ur á fjár­fest­ingu,“ sagði Ólaf­ur. „Ég held að það megi hrein­lega kenna fyr­ir­hyggju­leysi og van­rækslu um bil­un­ina sem varð í Skeiðsfoss­virkj­un.“ Virkj­un­in er í Fljót­um og afl­ar Sigluf­irði raf­magns.

„Það þarf að fjár­festa miklu meira í raf­orku­kerf­inu. Svo þurfa að vera vara­afl­stöðvar fyr­ir hita­veit­una og ótrú­legt að svo skuli ekki vera. Einnig er und­ar­legt að vara­afl á Tetra-kerf­inu séu raf­geym­ar, ef ég skil þetta rétt. Þegar þeir tæm­ast þá er allt úti,“ sagði Ólaf­ur. „Hér lá allt niðri. Ég er svo hepp­inn að eiga gaml­an bíl og geta hlustað í hon­um á út­varpið á lang­bylgju, sem þó heyr­ist ekki vel hér í Sigluf­irði. FM-út­varpið datt út, Rík­is­sjón­varpið, farsíma­sam­bandið líka og land­lín­an. Við vor­um al­gjör­lega ein­angruð.“ Hann sagði að í fyrra­dag hefði komið raf­magn um stund svo ljós­in kviknuðu og hita­veit­an komst í gang svo það hlýnaði í hús­un­um. Svo fór raf­magnið af í fyrrinótt þannig að í gær­morg­un var ekk­ert raf­magn, allt dimmt og kalt og eng­inn sími.

Ólaf­ur seg­ist ekki vita hver for­gangsraðar raf­magn­inu þegar því er hleypt aft­ur á, en at­vinnu­fyr­ir­tæk­in séu síðust í röðinni. Það sé skilj­an­legt að fólk þurfi hita og ljós, en hjá fyr­ir­tækj­un­um liggi mik­il verðmæti und­ir skemmd­um. Hann seg­ir nokkuð borðleggj­andi að Rammi hf. þurfi að koma sér upp vara­afl­stöð því reynsl­an sýni að ekki sé hægt að treysta á raf­orku­kerfið.“

Mynd: Mikael Sigurðsson.
Texti: Guðni Einarsson ([email protected] ) / Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]