Algjör steypa, eða þannig


Í dag var byrjað og jafnframt lokið við að steypa nýja gangstétt norðan við Túngötu 43 og út að gamla bakaríinu, en sú eldri hafði verið fjarlægð 6. september eða þar um kring. Eitthvað var rigningin að stríða mönnum, enda kom hún óvænt og þvert ofan í veðurspár, en allt bjargaðist þetta nú, enda engir aukvisar þarna á ferð, heldur reynsluboltar miklir.

Hér koma nokkrar myndir af framkvæmdinni.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is