Álftirnar komnar með unga


Siglfirsku álftirnar eru komnar með unga, a.m.k. þrjá talsins.
Mikið líf er í Sæhólma þessa dagana, því æðarkollur eru líka þar á hreiðrum, sem og grágæs og tjaldur, e.t.v. stelkur og kannski einhverjar fleiri tegundir.

Hér má, ef grannt er skoðað, sjá – auk álftarinnar og unga hennar – þrjár æðarkollur á hreiðrum og tjald liggjandi á eggjum sínum.

Myndir: Mikael Sigurðsson og Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is