Álftirnar hans Steingríms


Enginn hefur haldið jafn mikla tryggð við álftirnar okkar, sýnt þeim meiri ræktarsemi eða tekið fleiri ljósmyndir af þeim en hann
Steingrímur Kristinsson, sem vakinn og sofinn hefur fylgt þeim eftir í nánast hvaða veðri
sem er með Canon-vélina sína að vopni, ávallt tilbúna.

Og vídeóupptökur á
hann ófáar af þeim líka.

Á heimasíðu hans er nú að finna afrakstur seinni hluta þessa sumars, alls
211 myndir teknar frá 7. júlí til 19. október, en það mun vera síðasti
dagurinn sem þær sáust í firðinum núna.

Einnig eru þar í möppum 311 myndir af álftunum frá árinu 2008, 81 frá
2009 og 182 frá fyrri hluta þessa árs, auk mynda af hinum ýmsu
fuglategundum öðrum, frá 2003 til 2010.

Sjón er sögu ríkari.

Þetta eru sannarlega glæsilegir fuglar, álftirnar.

Mynd: Steingrímur Kristinsson | sksiglo@simnet.is


Texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is