Álftin liggur á sex eggjum


Í dag var farið út í Sæhólma í Langeyrartjörn gagngert til að fjarlægja þaðan hettumáfsegg, enda hefur álftaparið sem þar er ekki nokkurn frið til að liggja á eggjum sínum. Í fyrra gafst það upp, að talið er vegna atgangs hettumáfanna sem þar urpu í massavís.

Umræddur hólmi var gerður í mars 2004 og sá Stefán Einarsson frá Siglunesi um
verkið. Megintilgangurinn var að laða hingað
álftir til varps en þær settust ekki upp þar fyrr en 2008. Árið áður
verptu þær hins vegar austan flugbrautarinnar.

Æðarkolla átti fyrsta hreiðrið þarna. Það var árið 2005. Síðan bættust fleiri þess kyns við.

Í dag var í hólmanum eitt tjaldshreiður, sjö æðarhreiður og 29 hettumáfshreiður. Í álftarhreiðrinu voru sex egg. 

Sjá líka umfjöllun hér, frá því í fyrra.

Rögnvaldur Gottskálksson tínir hettumáfsegg í fötu.

Svona líta þau út í nærmynd.

Eitt æðarhreiðranna sjö.

Tjaldshreiðrið.

Og álftardyngjan.

Álftareggin í nærmynd.

Álftin lagðist á skömmu eftir að mannfólkið hafði yfirgefið hólmann, vafalítið alsæl með gjörninginn.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is