Alexander Petersson íþróttamaður ársins


Eins og alþjóð er nú vafalaust búin að frétta var handknattleiksmaðurinn
snjalli, Alexander Petersson, efstur í kjöri Samtaka
íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2010 sem tilkynnt var í
gærkvöldi. Það er hins vegar sennilega ekki á jafn margra vitorði, að
kappinn sá er giftur Eivor Pálu Blöndal, dóttur Maj Britt Pálsdóttur og
Jóhannesar L. Blöndal, og því réttnefndur tengdasonur Siglufjarðar. Og það er ekki leiðinlegt.

Siglfirðingur.is óskar þeim innilega til hamingju.

Frétt Mbl.is var svofelld:

Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson varð efstur í kjöri Samtaka
íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2010 sem tilkynnt var í kvöld.
Mjótt var á munum hjá efstu mönnum en knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór
Sigurðsson varð í 2. sæti og fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir í 3.
sæti.

Alls hlutu 26 íþróttamenn atkvæði í kjörinu. Alexander, sem leikur með
Füchse Berlin í Þýskalandi og var í bronsliði Íslands á EM í janúar
síðastliðnum, hlaut 307 stig en Gylfi Þór, leikmaður Hoffenheim, hlaut
283 stig. Íris Mist, sem varð Evrópumeistari með Gerplu í haust, hlaut
171 stig.

Röð íþróttamannanna 26 og stigafjölda hvers þeirra má sjá hér að neðan.

1. Alexander Petersson, handknattleikur, 307

2. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna, 283

3. Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar, 171

4. Aron Pálmarsson, handknattleikur, 123

5. Arnór Atlason, handknattleikur, 105

6. Ólafur Stefánsson, handknattleikur, 102

7. Hlynur Bæringsson, körfuknattleikur, 65

8. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttir, 62

9. Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna, 61

10. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund, 47

11. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir, 40

12. Róbert Gunnarsson, handknattleikur, 30

13.-14. Þóra B. Helgadóttir, knattspyrna, 25

13.-14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf, 25

15. Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur, 19

16. Grétar Rafn Steinsson, knattspyrna, 17

17. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handknattleikur, 13

18. Ragna Ingólfsdóttir, badminton, 9

19. Alfreð Finnbogason, knattspyrna, 8

20. Björgvin Páll Gústavsson, handknattleikur, 5

21. Ragnheiður Ragnarsdóttir, sund, 4

22. Jón Margeir Sverrisson, sund fatlaðra, 3

23.-24. Sölvi Geir Ottesen, knattspyrna, 2

23.-24. Jakob Jóhann Sveinsson, sund, 2

25.-26. Björgvin Björgvinsson, skíði, 1

25.-26. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar, 1

Alexander Petersson tekur við verðlaunagripnum


úr hendi formanns Samtaka
íþróttafréttamanna, Sigurðar Elvars Þórólfssonar.

Og þarna eru svo hjónakornin, Eivor Pála Blöndal og Alexander Petersson.

Stórglæsilegt par.

[Ívitnaður texti ásamt efri myndinni birtist upphaflega á Mbl.is í gærkvöldi kl. 21.11. Endurbirt hér með leyfi. Neðri myndina fékk Siglfirðingur.is í tölvupósti með kveðju frá ljósmyndara.]

Myndir: Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Inngangstexti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is