Alexander Freyr


Alexander Freyr var skírður í gær í Þormóðsbúð á Siglufirði. Hann fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Gígja Magnúsdóttir og Guðmundur Óli Sigurðsson. Alexander Freyr á tvö systkin, Nadíu Ósk, sem er fædd árið 2009, og Sigurð Arnar, sem er fæddur árið 2012. Skírnarvottar voru Alix Rittmeyer, Freyr Steinar Gunnlaugsson, Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir og Nadía Ósk Guðmundsdóttir.

Siglfirðingur.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með daginn.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson| sae@sae.is.
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is