Aldursdreifing íbúa 1998 og 2015


Það hefur lengi verið þekkt að meðalaldur íbúa Fjallabyggðar, ekki síst Siglufjarðar, hefur verið hærri en flestra annarra sveitarfélaga. Nú hefur Samband íslenskra sveitarfélaga birt á vefsíðu sinni skjal sem sýnir breytingar á aldurssamsetningu sveitarfélaga frá 1998 til 2015. Þegar skoðaður er svonefndur aldurspýramídi fyrir Fjallabyggð má greinilega sjá hvernig fjölgað hefur hlutfallslega í elstu aldurshópunum en fækkað í þeim yngri. Þessar breytingar hafa margvísleg áhrif á starfsemi sveitarfélagsins, nemendum í grunnskólum fækkar en þörf fyrir þjónustu við aldraða eykst.

Hinn 1. janúar 1998 bjuggu á Siglufirði og í Ólafsfirði 2.731 og 1. janúar á þessu ári 2.037.

Hinn 1. janúar 2010 bjuggu 1.214 manns á Siglufirði og 852 í Ólafsfirði, eða samtals 2.066. Á báðum stöðunum voru karlarnir fleiri en konurnar og munaði 24 á Siglufirði en 27 í Ólafsfirði. Þá voru 15% íbúa Siglufjarðar sjötíu ára eða eldri og rúm 14% íbúa Ólafsfjarðar. Hliðstæðar tölur fyrir Dalvík voru 10% en 9% fyrir Akureyri og Reykjavík.

Mynd: Skjáskot af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Texti: Jónas Ragnarsson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]