Aldrei komið fleiri gestir


„Árið 2015 sóttu 22.090 gestir Síldarminjasafnið heim, en aldrei fyrr hefur gestatalan verið svo há. Það er áhugavert að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna milli ára – þeir voru um 5.000 fleiri á árinu 2015 en 2014 eða alls 52% allra safngesta.
Hæst hlutfall gesta okkar á Síldarminjasafninu á árinu 2015 voru þeir sem komu á eigin vegum, eða 52%. Þá komu 38% með skipulögðum hópferðum og 10% gesta sóttu einstaka viðburði, svo sem síldarsaltanir eða tónleika í húsakynnum safnsins.

Allt útlit er fyrir að árið 2016 verði safninu hagstætt, en nú fyrstu vikuna í janúar liggja fyrir um 180 bókanir fyrir árið auk þess sem 14 skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína til Siglufjarðar.“

Þetta má lesa í nýrri frétt á heimasíðu Síldarminjasafns Íslands.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is