Aldarafmæli merks hreppsnefndarfundar


?Á miðsvetrarfundi  hreppsnefndar  11. febrúar 1911 hreyfði fundarstjóri (sr. B. Þorsteinsson) því, hver nauðsyn væri á að koma hér sem fyrst á fót lestrarfélagi og bókasafni, og jafnvel lestrarsal er væri opinn 2-3 tíma á dag að vetrinum. Fundurinn var þessu samþykkur.? Þannig er fyrsta innfærsla í fundargerðabók lestrarfélagsins, færð með fagurri rithönd séra Bjarna Þorsteinssonar. Þetta er upphaf Bókasafns Siglufjarðar sem á marga dýrgripi svo sem frumútgáfu Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Á sama fundi var ákveðið að taka lán ?til að koma á vatnsleiðslu um Siglufjarðarverslunarstað,? eins og segir í fundargerð. Lagning leiðslunnar á Eyrinni hófst 12. maí 1911 og var lokið í september. Árið eftir var lögð leiðsla að húsunum á Hafnarbökkum. Vatnsveitan á Siglufirði mun hafa verið ein sú fyrsta utan Reykjavíkur.

Það má því segja að bókasafnið og vatnsveitan eigi hundrað ára afmæli í dag.

En hvernig var umhorfs í Siglufirði á þessum tíma? Því verður best svarað með því að bregða upp fjórum ljósmyndum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis, sem hann einhvern tíma á árunum 1905-1909.

Sjón er sögu ríkari.

Myndir: Hans Wiingaard Friis. Birtar með leyfi frá Noregi.  

Texti: Jónas Ragnarsson | jr.@jr.is og Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is