Álagningarseðlar fasteignagjalda í Fjallabyggð


Álagningarseðlar fasteignagjalda 2011 í Fjallabyggð voru settir í póst í byrjun viku og eru því að berast gjaldendum þessa dagana. 
Gjalddagar eru átta, sá fyrsti 1. mars, síðan 1. hvers mánaðar.
 Eindagi er 1. hvers mánaðar á eftir.

Ef heildarfjárhæð er undir 15.000 krónum er einn gjalddagi, 1. apríl.Vakin er athygli á að ekki verða sendir greiðsluseðlar til annarra en lögaðila og þeirra sem eru 60 ára og eldri. Aðrir fá ekki greiðsluseðla en geta greitt þá í heimabanka sínum.

Hægt er að greiða með boðgreiðslum eða í gegnum greiðsluþjónustu.Þeir sem eru yngri en 60 ára og vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að hafa samband við skrifstofur Fjallabyggðar í síma 464-9100.

[Upphaflega birt á Fjallabyggd.is í dag, 17. febrúar 2011.]

Mynd: Fengin af Netinu.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is