Áhugavert


Maður er nefndur Völundur Jónsson. Hann býr á Akureyri og hefur tekið myndir um allan Eyjafjörð og birt sumar þeirra á vefnum. Við skoðun á þeim er beitt ákveðnu forriti, sýnd víðmynd af einhverjum stað eða hlut en fyrir neðan er að finna smámyndir úr yfirlitmyndinni. Gaman er að fylgjast með því sem gerist ef ýtt er á þær.

Hér er t.d. Siglufjörður og hér fleiri staðir, þar á meðal Ólafsfjörður.

Tunglið stækkað út úr einni víðmyndinni.

Siglufjörður.

Myndir (skjáskot) og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is