Áhugaverðir þættir um síldarárin

Full ástæða er til að vekja athygli á vönduðum útvarpsþáttum um síldarárin. Í dag kl. 14 er fluttur þriðji þáttur af sex og þar er meðal annars rætt við Siglfirðinga, eins og í fyrri þáttum.

Um þáttinn í dag segir á vef Ríkisútvarpsins: „Heimildaþættir um síldarárin á Siglufirði frá árinu 1989. Þættirnir eru endurfluttir í tilefni þess að á þessu ári eru 100 ár liðin frá því að Siglufjörður fékk kaupstaðarréttindi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Kristján Róbert Kristjánsson. Lesarar ásamt umsjónarmönnum: Benedikt Sigurðarson og Erlingur Sigurðarson. Upplestur: Halldór Laxness – 2. kafli úr Guðsgjafaþulu. Viðmælendur: Þráinn Sigurðsson, fiskverkandi, Sigurjón Sæmundsson fyrrum bæjarstjóri, Ármann Jakobsson fyrrverandi bankastjóri, Þorsteinn Hannesson fyrrverandi tónlistarstjóri, Jakob Jakobsson fiskifræðingur, Björn Þórðarson fyrrum verkstjóri, Sigurlaug Sveinsdóttir, Jón Skaftason yfirborgarfógeti og Pétur Baldvinsson fyrrverandi verkstjóri.“

Slóðir á þættina:

Fyrsti af sex: http://www.ruv.is/spila/ras-1/sildaraevintyrid-a-siglufirdi/20180715
Annar af sex: http://www.ruv.is/spila/ras-1/sildaraevintyrid-a-siglufirdi/20180722
Þriðji af sex: http://www.ruv.is/spila/ras-1/sildaraevintyrid-a-siglufirdi/20180729

 

Mynd: Úr Fálkanum haustið 1942. Ljósmyndari óþekktur.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]