Aftur rýkur úr strompinum


Eflaust hafa margir bæjarbúar og gestir þeirra rekið upp stór augu fyrr í dag, þegar reyk tók að leggja upp úr 50 metra háum strompinum á Eyrinni, sem gnæfir yfir kaupstaðinn. Var þetta kunnugleg sjón hér á árum áður, en hefur ekki verið í seinni tíð.

Mun þarna hafa verið á ferðinni gjörningur einhverra þeirra sem að listasmiðjunni Reitum standa.

Um strompinn er það annars að segja, að hann var í upphafi 52 metrar á hæð, en svo komu í ljós miklar alkalískemmdir á toppnum og víðar og árið 1980 var fenginn danskur verktaki til að gera við hann, að sögn Steingríms Kristinssonar. Var strompurinn þá lækkaður niður í það sem hann er nú.

Myndir: Mikael Sigurðsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is