Áframhaldandi vatnavextir


Minni úrkoma hefur verið í Siglufirði síðustu nótt og dag heldur en spáð var, en aftur töluvert meiri í Héðinsfirði og Ólafsfirði. Áfram rignir á annesjum á Norðurlandi og má því búast við áframhaldandi vatnavöxtum á svæðinu með aukinni flóða- og skriðuhættu, að því er lesa má á vef Veðurstofunnar. Heldur dregur úr úrkomu þegar líður á kvöldið en seint í nótt fer að rigna aftur.

Mynd: Veðurstofa Íslands.
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is