Afmælistónleikar í Grafarvogskirkju á föstudaginn kemur


Á föstudaginn kemur, 14. október, verða 150 ár liðin frá fæðingu sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem var prestur í Siglufirði í 47 ár – og svo margt annað líka, sem of langt mál yrði upp að telja. Í smíðum er dagskrá hér föstudag, laugardag og sunnudag vegna þessara miklu tímamóta og verður hún auglýst að morgni afmælisdagsins. Þar leggjast fjölmargir bæjarbúa á eitt – stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar – til að gera hana sem veglegasta, og ýmist styrkja hana beint fjárhagslega eða gefa vinnu sína.

Syðra, nánar tiltekið í Grafarvogskirkju, verður sr. Bjarna einnig minnst á föstudagskvöldið með tónleikum sem hefjast kl. 20.00. Verða þeir til styrktar Þjóðlagasetrinu, sem ber nafn hans. Sjá nánar á meðfylgjandi plakati.

Plakat: Aðsent.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is