Afmæliskaka í boði hjá Rósu


Eins og Siglfirðingur.is greindi frá á
dögunum
má rekja upphaf Bókasafns Siglufjarðar til 11. febrúar 1911,
þegar ákveðið var að stofna lestrarfélag hér í bæ.

Í tilefni 100 ára
afmælisins verður opið hús á bókasafninu í dag, frá kl. 15:00-17:00. Afmæliskaka er í boði og allir að sjálfsögðu velkomnir.

Hér má svo lesa merkilega grein eftir Þ. Ragnar Jónasson um það hvernig ævintýrið byrjaði.

Rósa Bjarnadóttir er forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar.

Hún verður tilbúin með afmælisköku í dag og býður til veislu frá kl. 15:00-17:00.

Svona lítur bókasafnið út hið innra á afmælisárinu, snyrtilegt og til fyrirmyndar.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is