Afmæli á Hóli


Ágætu Siglfirðingar, Ólafsfirðingar, vinir og vandamenn!

Þann 23. febrúar nk. verð ég sextug og í tilefni þeirra tímamóta býð ég ykkur í kaffi og bakkelsi að Hóli á afmælisdaginn, fimmtudaginn 23. febrúar, milli kl. 14.00 og 17.00.

Gönguskíði verða á staðnum svo og leiðbeinandi, fyrir þá sem vilja ganga inn í Hólsdal – þ.e.a.s. svo fremi að einhver snjór verði þá kominn.

Gjafir eru afþakkaðar en fyrir þá sem eru aflögufærir, verður söfnunarbaukur á staðnum fyrir söfnunina „Töfrateppi á skíðasvæðið í Skarðsdal“. Einnig má leggja inn á reikning söfnunarinnar 0347-13-110129, kt. 230257-5159. Töfrateppi er færiband fyrir byrjendur á skíðum og eru þau á flestum skíðasvæðum á landinu.

Margt smátt gerir eitt stórt !

Gaman væri að sjá sem flesta á Hóli! Starfsmenn fyrirtækja geta vonandi skotist í kaffihléi eða eftir vinnu.

Einnig skora ég á aðra sem standa á tímamótum, félagasamtök og árganga að halda áfram með söfnunina þannig að Siglfirsku Alparnir haldi áfram að vaxa og dafna! Þá tekst okkur vonandi að safna fljótt um 10 milljónum og kaupa töfrateppi fyrir komandi kynslóðir í Fjallabyggð.

Kobba og Elínu í Aðalbakaranum er þakkað fyrir stuðninginn.

Með afmælis og skíðakveðju,

Anna Marie Jónsdóttir

Svona lítur töfrateppið út.

Mynd af töfrateppinu: Aðsend.
Mynd af afmælisbarninu: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Anna Marie Jónsdóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is