Afleysingafólk vantar í félagsmiðstöð unglinga, Neon


Fjallabyggð auglýsir í dag á heimasíðu sveitarfélagsins eftir
afleysingarfólki við félagsmiðstöð unglinga, Neon, bæði á Siglufirði og
Ólafsfirði.

Hún er starfrækt frá 1. september til 31. maí ár hvert.

Auglýsingin er svofelld:

Fjallabyggð auglýsir eftir
afleysingarfólki við Félagsmiðstöðina Neon, félagsmiðstöð unglinga í
Fjallabyggð. Möguleiki á framtíðarstarfi.

Félagsmiðstöðin hefur starfsstöð í
Ólafsfirði og á Siglufirði og vantar starfsmenn á báða staði.

Um er að
ræða gefandi vinnu með börnum og unglingum, vinnutími er á kvöldin.
Launakjör skv. samningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi
stéttarfélag.

Allar frekari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstundafulltrúi bæjarskrifstofum Fjallabyggðar eða í síma 464-9200 / 863-4369.

Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofur
Fjallabyggðar eigi síðar en 26. janúar n.k. og fást umsóknareyðublöð á
bæjarskrifstofunni og á http://www.fjallabyggd.is/is/page/umsoknir.

Árlegur vinnutími félagsmiðstöðvar er 1. september til 31. maí.

Starfslýsinguna má sjá hér.

Mynd: Aðsend.

Texti: Gísli Rúnar Gylfason.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is