Afhendingu Gests frestað

Gestur - fyrsta þilskip Ólafsfirðinga - Njörður S. Jóhannsson

Á þriðjudag, 9. júlí síðast liðinn, stóð til að Njörður Jóhannsson þúsundþjalasmiður á Siglufirði myndi afhenda Fjallasölum ses líkan sitt af Gesti, fyrsta þilskipi Ólafsfirðinga og átti athöfnin að fara fram í Pálshúsi. Á sama tíma hugðist Njörður opna þar sýningu af vetrar- og vorskipum Fljótamanna, og átti hún að standa fram að helgi. Var þetta auglýst á heimasíðu Fjallabyggðar. Ekkert varð þó af neinu. Í tilkynningu sem barst frá Pálshúsi sama dag, og einnig var birt á heimasíðu Fjallabyggðar, sagði að hvoru tveggja hefði verið frestað um óákveðinn tíma.

Siglfirðingur.is mun fylgjast með.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]